25.ágúst 2013
Fjórða árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun skólaliða, stuðningsfulltrúa, ritara,
húsvarða og fleiri starfsstétta í grunnskólum Akureyrar með námskeiðinu „Að verða hluti af heild“. Mikil
ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna.
Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum
störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni koma að vel hafi tekist til og skili þátttakendum uppbyggilegri
fræðslu sem hægt er að nýta í starfi.
Námskeiðið var haldið dagana 19. og 20.ágúst og í þetta sinn tóku um 120 starfsmenn þátt í 8
klukkustunda námskeiði þar sem fjallað meðal annars er um ADHD, einhverfu og asperger, og fjölskylduráðgjöf. Leiðbeinendur hafa allir mikla og
víðtæka þekkingu á sínu sviði og komu frá ADHD samtökunum og frá skóladeild Akureyrarbæjar. Öllum
þátttakendur bauðst að sækja viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til að skoða frekari möguleika til sí- og endurmenntunar
að námskeiði loknu.Stór hópur þáttakenda nýtti sér það.
Við hjá SÍMEY og Akureyrarbæ þökkum þátttakendum og leiðbeiendum kærlega samstarfið á
námskeiðinu og óskum starfsfólki velfarnaðar í sínum störfum á komandi vetri.
Námskeiðið styrkja Sveitamennt og Mannauðssjóður Kjalar starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á
landsbyggðinni.