SÍMEY býður upp á raunfærnimat í matvælagreinum í nóvember
07.nóvember 2023
Núna í nóvember býður SÍMEY upp á raunfærnimat í matvælagreinum – matreiðslu, matartækni og framreiðslu. Á sama tíma er vert að benda á að VMA hefur opnað fyrir umsóknir um nám á vorönn 2024 í þessum þremur greinum á matvæla- og ferðamálabraut skólans.