Starfsfólk SÍMEY sótti ráðstefnu á Írlandi um raunfærnimat og heimsótti símenntunarmiðstöðvar
24.maí 2024
Dagana 6. til 11. maí sl. sóttu átta af tíu starfsmönnum SÍMEY Írland heim og sátu þar m.a. ráðstefnu um raunfærnimat. Ferðin fékk Evrópustyrk úr Erasmus styrkjaáætlun ESB. Einnig voru heimsóttar símenntunarmiðstöðvar og púlsinn tekinn á því hvernig Írar vinna að fræðslu fullorðinna.