Ársfundur SÍMEY 2023 - reksturinn í jafnvægi á árinu 2022
26.apríl 2023
Framhaldsfræðslan í landinu fór ekki varhluta af kóvidfaraldrinum síðustu þrjú árin. Samkomutakmarkanir vegna faraldursins á fyrri hluta ársins 2022 voru einn af þeim þáttum sem gerðu það að verkum að samdráttur varð í starfsemi SÍMEY – m.a. fjölda námskeiða – á árinu.