Góð reynsla hefur fengist af svokölluðum starfsleitarstofum sem SÍMEY hefur boðið upp á síðan í september sl. og eru settar upp fyrir fólk í atvinnuleit. Sjö starfsleitarstofum er lokið og sú áttunda er í þessari viku. Að hámarki eru sex þátttakendur í hverri starfsleitarstofu.
Eitt af þeim námskeiðum sem SÍMEY býður upp heitir Betri skilningur og bætt samskipti þar sem m.a. eru skoðaðir styrkleikar og veikleikar hvers og eins út frá bandarískri hugmyndafræði sem á ensku nefnist Everything DISC.
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytis um hertar sóttvarnir varðandi skólastarf þá takmarkast fjöldi nemenda í hverri kennslustofu/ rými nú við 30 nemendur.
Símenntunarmiðstöðvar landsins, sem eru ellefu talsins, eiga með sér mjög gott samstarf á ýmsum sviðum. Áherslurnar eru að sumu leyti ólíkar sem helgast af mismunandi áherslum í atvinnulífi svæðanna en fjölmargt eiga þær sameiginlegt.
SÍMEY og Vinnumálastofnun hafa tekið höndum saman um nám fyrir atvinnuleitendur. Þau styttri námskeið og lengra nám sem atvinnuleitendur bóka sig í hjá SÍMEY verður þeim að kostnaðarlausu.