Góður andi í Stökkpalli
19.maí 2021
Í apríl lauk í SÍMEY 180 kennslustunda námsleið sem ber yfirskriftina Stökkpallur. Námið, sem var sett upp í samstarfi við Vinnumálastofnun, er samkvæmt vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og ætlað þeim sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu.