Fréttir

Boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra - samstarfssamningur SÍMEY og Ekils ökuskóla

Á grunni samnings milli SÍMEY og Ekils ökuskóla á Akureyri, sem var staðfestur í dag, verður boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra í SÍMEY núna á vormisseri.

SÍMEY brautskráði 57 nemendur í dag

Í dag brautskráði Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar 57 nemendur af ýmsum námsbrautum við hátíðlega athöfn í húsakynnum SÍMEY við Þórsstíg.

SÍMEY hefur umsjón með hæfnigreiningum í fiskvinnslu

SÍMEY hefur að undanförnu unnið að svokallaðri hæfnigreiningu á tveimur störfum í fiskvinnslu – annars vegar starfi flokksstjóra og hins vegar starfi gæðaeftirlitsmanns. Hæfnigreiningar eru liður í því að skilgreina menntunarþarfir viðkomandi starfshóps og um leið að festa á blað greinargóða lýsingu á því sem viðkomandi starf felur í sér.

Nemendur sýna myndverk sín í "Gallerí SÍMEY"

Um liðna helgi var formlega opnuð myndlistarsýning nemenda í náminu „Fræðsla í formi og lit“, 200 klukkustunda nám sem þátttakendur hófu í janúar sl. og ljúka formlega með útskrift 18. desember nk.

Stórt og mikilvægt verkefni

Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“

Verkefni um fræðslu starfsfólks í ferðaþjónustu

Með miklum vexti ferðaþjónustunnar í landinu eykst þörf fyrir fræðslu starfsmanna í greininni. Þörfin er til staðar en hún er mismunandi eftir eðli ólíkra fyrirtækja í greininni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, sem er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og var ýtt úr vör í byrjun þessa árs, hefur það beinlínis að markmiði að auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu.

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti námsver SÍMEY á Dalvík

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra heimsótti námsver SÍMEY á Dalvík á Degi íslenskrar tungu og kynnti sér þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.

Skráning á vorönn í fullum gangi - er ekki upplagt að gefa námskeið í jólagjöf?

Skráning á námskeið á vorönn er í fullum gangi og er óhætt að segja að hún hafi almennt farið mjög vel af stað. Það er því full ástæða til þess að benda fólki á að geyma ekki að skrá sig til þess að tryggja að það fái pláss á námskeiðunum.

Þrettán nemendur í "Stökkpalli" - námsleið fyrir þá sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu

Þann 19. október sl. hófst í SÍMEY 180 klukkustunda nám sem ber nafnið „Stökkpallur“ og byggir á námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið, sem er unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun og Fjölsmiðjuna á Akureyri, er ætlað þeim sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu. Námið er mögulegt að meta til 10 námseininga á framhaldsskólastigi. Námið er á fyrsta hæfnisþrepi og skiptist í fjóra meginþætti: Markmiðasetningu og sjálfseflingu, samskipti og samstarf, vinnuumhverfi og vinnustaði og vettvangsnám á vinnustað. Verkefnastjóri Stökkpalls hjá SÍMEY er Sólveig Helgadóttir og umsjón með náminu auk hennar hefur Aníta Jónsdóttir, verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá SÍMEY. „Stökkpallur“ hófst sem fyrr segir 19. október sl. og lýkur með brautskráningu 5. janúar 2018. Þrettán nemendur á aldrinum 20-30 ára eru að þessu sinni og er kennt alla virka daga. Dagurinn hefst kl. 09:00 með morgunverði þátttakenda í náminu í SÍMEY og kl. 09:30 hefst kennslan og stendur til kl. 12:30. Auk kennara frá SÍMEY kenna aðrir fagaðilar ákveðna þætti í náminu og þá koma gestir úr atvinnulífinu og Einingu-Iðju og upplýsa nemendur um þá hluti sem að þeim snúa. Einnig fara nemendur í heimsóknir á vinnustaði og kynna sér ýmislegt áhugavert, t.d. hefur verið farið í FAB-LAB smiðjuna í VMA. Síðustu tvær vikurnar fyrir jól fara þátttakendur í Stökkpalli út í hin ýmsu fyrirtæki og og taka þar vettvangsnám á vinnustað. Slíkt nám hefur áður verið í boði í SÍMEY og er markmiðið ávallt hið sama; að efla og fræða viðkomandi einstaklinga og styrkja þá í því að fara út á vinnumarkaðinn og vinna störf við hæfi og/eða styðja þá til áframhaldandi náms.

Dreifðar byggðir - betri byggðir - allir velkomnir á fund á Hauganesi 27. nóvember - skráning í fullum gangi

Á síðasta ári unnu SÍMEY og Þekkingarnet Þingeyinga að verkefninu Dreifðar byggðir – betri byggðir sem fólst í því að greina tækifæri til atvinnusköpunar, annars vegar við vestanverðan Eyjafjörð – frá Hörgá og norður að Hámundarstaðahálsi – og hins vegar í Kelduhverfi. Verkefnið fólst meðal annars í viðtölum við íbúa þessara tveggja svæða og komu fram þar viðhorf þeirra til atvinnumála á svæðunum, tækifæri og ógnir. Á ýmsan hátt eru svæðin ólík en íbúar beggja svæða eru þó sammála um að bæði eigi þau mikla möguleika í ferðaþjónustu. Við vestanverðan Eyjafjörð telja íbúar ekki síst tækifæri felast í nálægð við sjóinn og byggja megi nýsköpunn á nýtingu auðlinda sjávar. Í Kelduhverfi var áhersla íbúanna hins vegar á tækifæri tengd vatnsauðlindum svæðisins og Vatnajökulsþjóðgarði. Einnig komu fram sjónarmið sem tengjast breytingum í landbúnaði með t.d. sérhæfðri framleiðslu á lífrænum afurðum í grænmetis- og kjötframleiðslu. Verkefninu verður nú fram haldið á grunni stuðnings úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og verður unnið áfram á grunni þeirra hugmynda sem komu fram í áðurnefndum viðtölum við íbúa svæðanna. Áherslan í þessum öðrum hluta Dreifðra byggða – betri byggða verður á fræðslu, nýsköpun og þróun. Á mánudag og miðvikudag í næstu viku, 27. og 29. nóvember, verður efnt til funda með íbúum þessara tveggja svæða þar sem þeim verða kynntar niðurstöður fyrsta áfanga verkefnisins, farið verður yfir hver séu skilyrði nýsköpunar, hvernig eigi vinna að því að laða fram hugmyndir og útfæra og hvaða stuðningur sé til staðar fyrir frumkvöðla og í þriðja lagi verður vinnustofa þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna að hugmynd og útfæra hugmynd sem gæti leitt til atvinnusköpunar á svæðinu. Fundirnir/námskeiðin/vinnustofurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Fundurinn fyrir íbúa við vestanverðan Eyjafjörð verður á Baccalá bar á Hauganesi en fundurinn fyrir íbúa í Kelduhverfi í Gljúfrastofu – gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi. Dagskrá beggja funda verður með sama sniði; kynning á niðurstöðum fyrsta hluta Dreifðra byggða – betri byggða, erindi fulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri, erindi frumkvöðuls, kvöldverður, vinnustofa og samantekt. Báðir fundir hefjast kl. 16:00 og er miðað við að dagskránni ljúki um kl. 22:00. Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig til þátttöku fyrir 24. nóvember nk. Skráningar fara fram hjá SÍMEY í síma 460-5720 og hjá Þekkingarneti Þingeyinga í síma 464-5100. Frekari upplýsingar veita Ingunn Helga Bjarnadóttir ingunn@simey.is og 460-5720, Emil Björnsson emil@simey.is og Helena Eydís Ingólfsdóttir helena@hac.is og 464-5106