Fréttir

Boðið upp á raunfærnimat í matreiðslu og matartækni

SÍMEY í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga býður núna á vordögum upp á raunfærnimat fyrir fólk sem starfar í matvælagreinum – matsveina og matartækna - en hefur ekki ákveðna formlega menntun á þessu sviði.

Saga Travel tekur þátt í fræðslu í ferðaþjónustu

Fyrirtækið Saga Travel á Akureyri tekur þátt í tilraunaverkefninu “Fræðsla í ferðaþjónustu” og hefur gert samstarfssamning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þess efnis. SÍMEY sér um framkvæmd greininga og fræðslu í samstarfi við Hæfnisetrið.  Starfsmenntastjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks kosta verkefnið undir merkjum Fræðslustjóri að láni og liggur þar fyrir þríhliðasamningur milli SÍMEY, Saga Travel og sjóðanna. Samningurinn tekur strax gildi og er hann til sextán mánuða, til júlí 2020. Samningurinn er víðtækur en rauði þráðurinn í honum er fræðsla fyrir starfsmenn Saga Travel. Myndaður verður stýrihópur innan fyrirtækisins sem mun vinna að verkefninu með Kjartani Sigurðssyni og Emil Bjarkar Björnssyni, verkefnastjórum SÍMEY og Hildi Betty Kristjánsdóttur, starfsmanni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Meðal þess sem verður unnið í þessu tilraunaverkefni er að setja upp fræðsluáætlun fyrir Saga Travel. Það verður gert í kjölfar vinnu stýrihópsins innan fyrirtækisins og áðurgreindra sem stýra verkefninu fyrir hönd SÍMEY og Hæfnisetursins.

Sandra Sif Ragnarsdóttir ráðin til starfa hjá SÍMEY

Sandra Sif Ragnarsdóttir er nýr starfsmaður hjá SÍMEY og annast náms- og starfsráðgjöf og ýmis önnur verkefni.

Nemendur sýna afrakstur vinnu sinnar í Gallerí SÍMEY - sýning opnuð kl. 14 laugardaginn 30. mars

Á morgun, laugardaginn 30. mars, kl. 14:00 verður opnuð sýning í húsakynnum SÍMEY á verkum nemenda í tveimur myndlistarsmiðjum sem lauk í þessari viku.

Sif Jóhannesdóttir ráðin verkefnastjóri hjá SÍMEY

Sif Jóhannesdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og vinnur hún auk annarra verkefna að framhaldsfræðslu við utanverðan Eyjafjörð.

Höldur - Bílaleiga Akureyrar er Menntafyrirtæki ársins 2019

Höldur – Bílaleiga Akureyrar er Menntafyrirtæki ársins 2019. Þetta var tilkynnt í dag í Hörpu í Reykjavík á Menntadegi atvinnulífsins.

Fjórar samstarfskonur á Krummakoti útskrifuðust saman

Það var skemmtileg tilviljun að fjórar samstarfskonur af leikskólanum Krummakoti í Eyjafjarðarsveit, Lina Rimkiene, Iveta Brocová, Katrín Kristjánsdóttir og Erna María Halldórsdóttir, skyldu útskrifast saman úr námi SÍMEY í leikskólaliða- og stuðningsfullrúabrú í desember sl.

Samningur SÍMEY við Starfsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hefur gert samninga við starfsmenntunarsjóðina Starfsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt um greiðslur fyrir þátttöku fólks í námskeiðum hjá SÍMEY.

Höldur tekur þátt í fræðslu í ferðaþjónustu

Höldur – Bílaleiga Akureyrar tekur þátt í tilraunaverkefninu “Fræðsla í ferðaþjónustu” og hefur gert samstarfssamning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þess efnis. SÍMEY sér um framkvæmd greininga og fræðslu í samstarfi við Hæfnisetrið.  Samningurinn tekur strax gildi og er til sextán mánaða, til apríl 2020. Samningurinn er víðtækur en rauði þráðurinn í honum er fræðsla fyrir starfsmenn Bílaleigu Akureyrar. Meðal þess sem verður unnið í þessu verkefni er að greina fræðsluþörf, setja upp fræðsluáætlun fyrir Bílaleigu Akureyrar, og fylgja henni eftir með árangursmælingum.

Nýtt nám í velferðartækni í SÍMEY

Á dögunum hófst í SÍMEY nám í velferðartækni og reyndar er þetta í fyrsta skipti sem slíkt nám er í boði hér á landi. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er fjármagnað með styrk frá velferðarráðuneytinu.