Fréttir

Raunfærnimat fyrir starfsfólk á sambýlum og öldrunarstofnunum

Tíu manns sem starfa við umönnun, á öldrunarstofnunum og sambýlum, eru þessa dagana í raunfærnimati í SÍMEY. Í ljósi þess að aðeins tvö ár eru síðan SÍMEY bauð síðast upp á raunfærnimat fyrir fólk í umönnunarstörfum segir Aníta Jónsdóttir verkefnastjóri hjá SÍMEY, sem hefur yfirumsjón með raunfærnimatinu, afar ánægjulegt hversu margir starfsmenn hafi skráð sig í raunfærnimatið að þessu sinni.

Góður grunnur fyrir allan rekstur

Í næstu viku útskrifast níu nemendur úr sölu- rekstrar- og markaðsnámi í SÍMEY. Þetta er tveggja anna nám sem hófst sl. haust og er þessa dagana að ljúka. Þráðurinn verður aftur tekinn upp í haust og þá býður SÍMEY upp á samskonar nám sem verður bæði á haust- og vorönn.

SÍMEY býður upp á nám í „Lean Management“ í haust – kynningarfundur föstudaginn 1. júní

Næstkomandi föstudag, 1. júní, kl. 12:00-12:40 heldur Pétur Arason rekstrarverkfræðingur og stofnandi og eigandi fyrirtækisins Manino kynningu á „Lean Management“, sem stendur fyrir straumlínustjórnun og er líklega ein útbreiddasta stjórnunaraðferðin í dag.

Tuttugu nemendur útskrifast úr fisktækninámi

Námið er í samstarfi SÍMEY, Fisktækniskóla Íslands og Menntaskólans á Tröllaskaga, sem innritar nemendur í námið og útskrifaði 19. maí 20 nemendur af fisktæknibraut.

Skemmtileg sýning í Gallerí SÍMEY

Á dögunum var opnuð sýning á verkum nemenda sem hafa verið í listanámi hjá Bryndísi Arnardóttur (Billu) núna á vormisseri. Annars vegar er um að ræða nemendur í Listasmiðju - málun og hins vegar Listasmiðju - teikningu.

Ársfundur 2018: Aldrei fleiri nýtt sér þjónustu SÍMEY

Tæplega 4.700 manns nýttu sér þjónustu SÍMEY á árinu 2017 og hafa aldrei verið fleiri. Til samanburðar nýttu 3.500 manns sér þjónustu SÍMEY á árinu 2016.

Opnun nemendasýningar í Gallerí SÍMEY

Næstkomandi fimmtudag 26.04, kl.16:30 mun opna sýning nemenda sem hafa verið í námi hjá SÍMEY undir leiðsögn Bryndísar Arnardóttur (Billu). Hvetjum þátttakendur til að mæta ásamt gestum.

Náms- og starfsráðgjöf símenntunarmiðstöðvanna

Náms- og starfsráðgjafar veita mikilvæga þjónustu á símenntunarmiðstöðvum um land allt. Oft eru þeir fyrstu aðilarnir sem fólk hittir þegar það stendur frammi fyrir breytingum á náms- og starfsferli.

Að finna farvegi - nokkur orð um símenntun í dreifbýli

Símenntunarmiðstöðvar á Íslandi starfa að framhaldsfræðslu og símenntun á grunni samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið og laga um framhaldsfræðslu. Miðstöðvarnar teygja anga sína um alla kima landsins með svæðisbundinni þjónustu.

Símenntun í fjölmenningarsamfélagi

Samfélagið tekur stöðugum breytingum og fjölbreytileikinn verður meiri ár frá ári hvað varðar menningarstrauma, þjóðerni og tungumál. Þetta eru breytingar sem eru komnar til að vera, enda er alltaf að verða auðveldara fyrir fólk að flytjast búferlum milli landa.