Raunfærnimat fyrir starfsfólk á sambýlum og öldrunarstofnunum
01.júní 2018
Tíu manns sem starfa við umönnun, á öldrunarstofnunum og sambýlum, eru þessa dagana í raunfærnimati í SÍMEY. Í ljósi þess að aðeins tvö ár eru síðan SÍMEY bauð síðast upp á raunfærnimat fyrir fólk í umönnunarstörfum segir Aníta Jónsdóttir verkefnastjóri hjá SÍMEY, sem hefur yfirumsjón með raunfærnimatinu, afar ánægjulegt hversu margir starfsmenn hafi skráð sig í raunfærnimatið að þessu sinni.