Fréttir

LIFÐU núna! Mindfullness á Akureyri

LIFÐU NÚNA! Mindfulness byltingin er komin til Akureyrar Í boði er hugarró, núvitund, vellíða, gleði og sátt!   — Opinn fyrirlestur með Ásdís Olsen laugardaginn 11. apríl kl. 10:00 til 11:30.  Ef þú hefur ekki stjórn á huganum, hefur hugurinn stjórn á þér!  Mindfulness er öflugasta leiðin sem við þekkjum í dag til að vinna á streitu og efla heilbrigði, jákvætt hugarfar, vellíðan og sátt.  Þetta er áhrifaríkur og umbreytandi fyrirlestur sem veitir þér nýjan skilning á hugarfari, líðan og hegðun.  Við kynnumst því hvernig við getum valið okkur viðhorf og lærum nokkrar hagnýtar Mindfulness æfingar og aðferðir sem gagnast til að staldra við líðandi stund, efla hugarró og sátt.  Lengd: 90 mín.   Kennari: Ásdís Olsen Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4 Hvenær: Laugardaginn 11.apríl kl. 10:00 – 11:30 Verð: 5.000,-  ———————— Ásdís Olsen (B.Ed. og M.A.) er skemmtilegur og hrífandi Mindfulness kennari. Hún hefur áralanga reynslu af að kenna Mindfulness við Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig í Mindfulness á vinnustöðum.  Ásdís gaf út metsölubókin Meiri hamingja og gerði sjónvarpsþættina Hamingjan sanna á Stöð 2.
— Ásdís lauk kennaranámi í Mindfulness frá Bangor háskóla í Wales – Centre for Mindfulness Research and Practice og sérfræðinámi í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) frá Endurmenntun Háskóla Íslands/Oxford, árið 2008. Sjá nánar á www.hamingjuhusid.is    SKRÁNING á www.simey.is eða 460-5720

Samstarf við Sjómennt

SÍMEY hefur gert samning við Fræðslusjóðinn Sjómennt um að þróa bóklegt nám fyrir sjómenn, tungumála og upplýsingatækninámskeið.  Þessi námstilboð verða í boði frá og með næsta hausti. Sjómönnum innan samstarfsfyrirtækjanna verður boðin þátttaka í raunfærnimati m.a. í iðngreinum, fiskveiðum, fiskvinnslu, netagerð ofl.  Þetta er unnið í samstarfi við MÍMI símenntun, IÐUNA fræðslusetur, MSS Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Visku Fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins er einnig samstarfsaðili. Samstarfsaðilar eru valin fyrirtæki á svæðum samstarfsaðila og stéttarfélög. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja sjómenn til símenntunar og náms og að búa til námstilboð sem henta starfsvettvang þeirra. Verkefni þetta hefur mikið yfirfærslugildi.

IPAD og Viský

Hátt í 40 manns sóttu námskeið sem Eining Iðja stóð fyrir í samstarfi við SÍMEY í vikunni. Snorri Guðvarðarson hélt Viskýnámskeið sem var afar vel heppnað og Dóróthea Jónsdóttir hélt grunnnámskeið í notkun spjaldtölvunnar. Almenn ánægja var á meðal þátttakenda og áhugi fyrir frekari lærdómi á þessum sviðum. Eining Iðja hefur á undanförnum misserum verið í samstarfi við SÍMEY um námskeiðaframboð fyrir sína félagsmenn sér að kostnaðarlausu. Fleiri námskeið verða eftir áramót.

SAk og SÍMEY í samstarf

SÍMEY og SAk (Sjúkrahúsið á Akureyri) mun fara í samstarf varðandi fræðslu fyrir þá starfsmenn sem eru í ræstingu, býtibúri og mötuneyti. Þetta samstarf kemur í framhaldi af Fræðslustjóra að láni- verkefni sem unnið hefur verið að á þessu ári. Þar sem þarfir þessa hóps voru til símenntunar og annarar uppbyggingar voru skoðaðar. Ríkismennt hefur styrkt þessa vinnu og það námskeiðahald sem framundan er á næsta ári. Sú fræðsla tekur til öryggismála, tölvufærni, samskipta/liðsheild og fleira.

Fræðslustjóri að láni til Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar

Þann 3.september undirrituðu aðilar Ríkismenntar, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og SÍMEY samning um Fræðslustjóra að láni. Verkefnið gengur út á að vinna með starfsmönnum að þarfagreiningu nú á haustdögum til að draga fram þarfir vinnustaðarins um fræðslu, þjálfun og aðra uppbyggingu. MARKVISS ráðgjafar frá SÍMEY mundu leiða verkefið ásamt stýrihópi starfsmanna og er áætlað að þessari vinnu ljúki í desember. Ríkismennt styrkir verkefnið að fullu.

Útskrift í raunfærnimati iðngreina og skrifstofugreina

Í vetur hefur raunfærnimat í iðngreinum verið í gangi í samstarfi við VMA og IÐUNA-fræðslusetur. Alls voru þátttakendur sem útskrifuðust  úr iðngreinum 30, með um 700 einingar metnar í eftirtöldum greinum vélstjórn, bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, matartækni, húsasmíði og málarar. Áframhaldandi skráning er í raunfærnimat og verður haldið áfram með verkefnið strax í ágúst. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband eða skrá sig á www.simey.is og undir raunfærnimat. Nýtt verkefni fór af stað í vetur í raunfærnimati skrifstofugreina. Í raunfærnimati skrifstofugreina er lagt mat á reynslu og þekkingu í samanburði við námsskrá Skrifstofubrautar í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýtast við krefjandi störf á skrifstofu.  Alls útskifuðust 18 þátttakendur úr þessu raunfærnimat með 332 einingar metnar.   SÍMEY óskar öllum þessum þátttakendum til hamingju með frábæran árangur.

Raunfærnimat í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og brúarnám við utanverðan Eyjafjörð

Raunfærnimat í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og brúarnám við utanverðan Eyjafjörð

Raunfærnimat í málmsuðu

Raunfærnimat í málmsuðu

Markviss þarfagreining hjá Amtsbókasafninu á Akureyri

Markviss þarfagreining hjá Amtsbókasafninu á Akureyri

Að verða hluti af heild- fræðsla fyrir starfsfólk grunnskólanna

Fjórða  árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun skólaliða, stuðningsfulltrúa, ritara, húsvarða og fleiri starfsstétta í  grunnskólum Akureyrar með námskeiðinu  „Að verða hluti af heild“. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna. Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni  koma að vel hafi tekist til og skili þátttakendum uppbyggilegri fræðslu sem hægt er að nýta í starfi. Námskeiðið var haldið dagana 19. og 20.ágúst og í þetta sinn tóku um 120 starfsmenn þátt í 8 klukkustunda námskeiði þar sem fjallað meðal annars er um ADHD, einhverfu og asperger, og fjölskylduráðgjöf.  Leiðbeinendur hafa allir mikla og víðtæka þekkingu á sínu sviði og komu frá ADHD samtökunum og frá skóladeild Akureyrarbæjar. Öllum þátttakendur bauðst að sækja viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til að skoða frekari möguleika til sí- og endurmenntunar að námskeiði loknu.Stór hópur þáttakenda nýtti sér það. Við hjá SÍMEY og Akureyrarbæ þökkum þátttakendum og leiðbeiendum kærlega samstarfið á námskeiðinu og óskum starfsfólki velfarnaðar í sínum störfum á komandi vetri.   Námskeiðið styrkja Sveitamennt og Mannauðssjóður Kjalar starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni.