Fyrir útlendinga reynist íslenskan almennt erfitt tungumál að læra. Og þegar við bætist að margir sem sækja námskeið í íslensku sem annað tungumál koma úr gjörólíkum mál- og menningarheimum vandast málið því þá þarf fólk að tileinka sér nýtt stafróf, hið latneska, frá grunni.
Fyrr í þessum mánuði luku tuttugu og tveir einstaklingar raunfærnimati í fisktækni hjá SÍMEY. Flestir hafa starfað í fiskvinnslu en einnig voru raunfærnimetnir einstaklingar sem hafa starfað í fiskeldi og við sjómennsku.
Í næstu viku hefst nám á nýrri námsbraut hjá SÍMEY sem hefur hlotið yfirskriftina Nám og þjálfun. Námsbrautin tekur til fjögurra námsgreina, íslensku, upplýsingatækni, stærðfræði og ensku, auk lífsleikni, sem er í upphafi námsins, annars vegar hópefli og hins vegar námstækni.
Í þessari viku hófst spænskunámskeið á vegum SÍMEY á Dalvík og verður grunnurinn í spænsku kenndur á námskeiðinu, sem stendur til jóla, en þess er vænst að mögulega verði unnt, ef nægilegur fjöldi þátttakenda fæst, að bjóða upp á framhaldsnámskeið eftir áramót.
Í næstu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 17. október, standa SÍMEY og Streituskólinn fyrir málþingi í Menningarhúsinu Hofi sem ber yfirskriftina Forvarnardagur Streituskólans og SÍMEY.
Fimmtudaginn 17. október halda SÍMEY og Streituskólinn málþing í Hofi um forvarnir gegn streitu og kulnun.
Málþingið er ætlað stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja.
Dagskrá málþingsins er meðfylgjandi.
Skráning á málþingið fer fram hér!
Í sumarbyrjun kom út skýrsla á vegum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem ber yfirskriftina Menntunarþörf í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum – könnun meðal fyrirtækja og stofnana á starfssvvæði Eyþings.