16.apríl 2020
Fyrr á þessu ári lauk Stefán Benjamínsson raunfærnimati hjá SÍMEY en hann hefur bróðurpart sinnar starfsævi starfað sem bræðslumaður, fyrst í loðnubræðslunni í Krossanesi við Eyjafjörð og eftir að hún var lögð niður starfaði hann um árabil í bræðslu Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn.